| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8850)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19
Flokkur:Samstæður


Tildrög

Ung kona frá Akureyri er gekk undir nafninu Kleópatra, fluttist til Húsavíkur og setti upp verslunina Elfu við hlið Vald, Hólm Hallstað og var aðeins þunnt þil á milli búðanna. Þá kvað Helgi Hálfdanarson:
Danir kúra í kaldri mold
kóngar fyrri alda.
Kleópatra klædd í hold
komin er til valda. HH
Vald. Hólm svarar:
Sumir grafa úr gleymsku og mold
girndir fyrri alda.
Kleópatra og hennar hold
hugarangri valda.
HH svarar aftur:
Drottning Nílar unir ein
elfarniði fínum
lét sér nægja hjartahrein
hólm í ósi sínum.