Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Náttúran er langalöng

Höfundur:Egill Jónasson

Skýringar

Einu sinni var aðalfundur K.Þ. haldinn í Mývatnssveit. Egill var þá ekki fulltrúi en boðinn til skemmtunarinnar á eftir. Þá fór Pétur í Reykjahlíð með gestina upp á Námafjall, stóð í miðjum hópnum og benti til fjalla í allar áttir. Egill var fremur seinn upp á fjallið og með því að það er ekki víðáttumikið að ofan hrökklaðist hann fljótt niður aftur og gerði þá vísuna.
Náttúran er langalöng
leiðin fegri og betri
en hún er að verða heldur þröng
um herðarnar á Pétri.