Eitt sinn fór ég yfir Rín | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Eitt sinn fór ég yfir Rín

Fyrsta ljóðlína:Yfir bláar bárur
bls.173
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Yfir bláar bárur
bráðum kem ég til þín
á einu litlu laufi
ljósgræn er ferjan mín.
2.
Vík er milli vina
vorsólin blessuð skín.
Einhver bjarta báran
ber mig yfir til þín.
3.
Syngið þið björtu bárur
- bráðum ævin dvín -
yfir liðnu líki.
Lítil var ferjan þín.