Formenn í Letingjavogi | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Formenn í Letingjavogi

Fyrsta ljóðlína:Heyrast sköllin há og snjöll
bls.234
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Heyrast sköllin há og snjöll
hvín í föllum boðinn
súgs á völlum svignar öll
Sigurðar trölla gnoðin.
2.
Þessi vagar viður dag
verkum hagar súða
essi lagar eykur slag
Ólafur Skagabrúða.
3.
Beitir þjálu brims úr ál
borða fálu
freyrinn stála mars við mál
Magnús sálarháski.
4.
Frí við sút með fullan kút
færir hnúta niður
stýrir skútu á æginn út
einn Jón hrútasmiður.