Séð ... | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Séð ...

Fyrsta ljóðlína:Hvað hef ég séð í sjötíu ár?
Heimild:Glæður.
bls.29
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hvað hef ég séð í sjötíu ár?
Sólskin og myrkur - bros og tár
gróandi líf við gnægtir auðs
geigvænan dauða - vöntun brauðs.
2.
Hvað hef ég séð? Að kærleiks þel
kveikir ljós þegar skyggja él
glæðir vorhug og vaxtarþrá
vekur til lífsins kalin strá.