Fagrar heyrði ég raddirnar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Fagrar heyrði ég raddirnar

Fyrsta ljóðlína:Fagrar heyrði ég raddirnar
bls.72
Viðm.ártal:≈ 0
Fagrar heyrði ég raddirnar.
Svanur sunnan fló
silfurhörpu sló.
Heyrði ég stef í laginu, sem hjartafrið mér bjó
gleymdan söng frá löngu liðnu vori.

Fagrar heyrði ég raddirnar.
Söng í sefi blær,
söng mig veröld fjær.
Ekkert svæfir harminn, sem að hjartarótum nær,
líkt og þessi þeyr í bleiku sefi.

Fagrar heyrði ég raddirnar.
Dró mig dulin þrá
dagsins vitund frá.
Bak við tímans vatnanið ég heyrði hjarta slá,
hjarta sem ég eitt sinn heitast unni.