Haustvísur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Haustvísur

Fyrsta ljóðlína:Sumarljóminn sest í skaut
bls.26
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Sumarljóminn sest í skaut
setur dóminn yfir.
Foldarblómin fella skraut
en fræ í dróma lifir.
2.
Þó vindur strjúki vanga minn
og vetur fenni í sporið
endurnæring í því finn
að aftur kemur vorið.
3.
Heggur bakka haustsins brim
hrími klæðast strendur.
Fýkur burtu fúið lim
en fölnuð krónan stendur.