Á ritstjórnarfundi | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Á ritstjórnarfundi

Fyrsta ljóðlína:Skoðun beggja skiljum við
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Skoðun beggja skiljum við.
Skiptum sól og vindi.
Þeir eru að suða um sjónarmið
sinn á hverjum tindi.
2.
Ekkert vinnst. En þetta þrátt
þreytir aðeins báða.
Þeir sem gætu samið sátt
síðast öllu ráða.
3.
Sannleikann þeim segja má
svona´ að öðrum þræði
en vaxi sennan, vopnin á
verður að bera klæði.
4.
Þagga niður þrætuna
þarf með góðum ráðum.
Svolítið af sannleika
sé ég hjá þeim báðum.
- - -
Ósamlyndi´ er alltaf leitt.
Unnum friði´ og sáttum.
Við skulum ekki vilja neitt
en vera´ á báðum áttum.