Eftir Jón S. Bergmann látinn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Eftir Jón S. Bergmann látinn

Fyrsta ljóðlína:Feigðin heggur björk og blóm
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Feigðin heggur björk og blóm
blandar dregg í skálar
yfir seggjum dauðadóm
dult á vegginn málar.
2.
Út hún hringir ævibið
allt í kringum hljómar
daprir klingja dyrnar við
dauðans fingurgómar.
3.
Dögum hljóðum dregur að
dvínar gróður Braga.
Jóns við ljóð er brotið blað
Bergmanns þjóðarhaga.
4.
Hinstu njólu fékk hann frið
feginn bóli náða.
Bernsku hólinn heima við
hlaut hann skjólið þráða.
5.
Ylur vaknar muna manns
margt úr raknar leynum
allir sakna söngvarans
svellin slakna á steinum.
6.
Þjóðin finnur að hún á
yl frá kynningunni.
Ljóðin vinna löndin hjá
ljúfu minningunni.
7.
Margan bjó hann góðan grip
gjarnan sló í brýnu.
Á það hjó hann sverðsins svip
sem hann dró í línu.
8.
Beina kenndi lista leið
lag til enda kunni.
Orðin brenndu og það sveið
undan hendingunni.
9.
Hans var tungan hröð og snjöll
hneigð að Braga sumbli.
Standa farmanns stuðlaföll
stolt á dáins kumbli.



Athugagreinar