Samtíðarmenn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Samtíðarmenn

Fyrsta ljóðlína:Friðrik leikur létt við taum
bls.81
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1949
Friðrik Hansen

1.
Friðrik leikur létt við taum
á ljóðafáki sínum.
Elskar stúlkur, gleði og glaum
gullnum lyftir vínum.

Bergur Arinbjarnar
2.
Bergur, hann er besti maður
ber sitt höfuð yfir skríl
sanngjarn mjög og sinnisglaður
sá hefur prófað mig á bíl.

Pálmi Sveinsson
3.
Halur hver er hýreygur
hlátra meður sköllum
því pela hampar píreygur
Pálmi á Reykjavöllum.

Ottó Þorvaldsson
4.
Ottó kætir okkar geð
afar gætinn drengur.
Heimasætum hýrum með
hann um stræti gengur.

Stefán frá Írafelli
5.
Stefán Írafelli frá
fljótur gírum skiptir.
Heldur skýr er halur sá
hófadýri sviptir.

Jón Friðbjörnsson
6.
Afbragðsmaður er hann Jón
akta talinn smiður
verkahraður fer um frón
Friðbjörns glaður niður.