Stúdentskveðja að norðan | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Stúdentskveðja að norðan

Fyrsta ljóðlína:Nú gyllir sólin himinhvelin há
Viðm.ártal:≈ 2008
Nú gyllir sólin himinhvelin há
og hlýir geislar verma land og sjá
nú færist líf í fagran skógarreit
og fuglar hefja glaðra hljóma sveit.

Fast að stöfum skólahurð er skellt
frá skyldum náms er þungum steini velt
og æska fagnar frelsi er vorið ól
og faðminn breiðir móti líf og sól.

Fögrum draumum fögnum því í dag
og frjáls við skulum syngja vorsins lag
og gleðjumst því er gengin vetrarþraut
og glöð við stefnum út á framabraut.


Athugagreinar

Ort 23.5.2008 - Halla Ósk Heiðmarsdóttir varð stúdent og hélt uppá daginn á Selfossi en JG komst ekki til veislu og sendi kveðju.