Ferðavers handa IHJ á organistanámskeið | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ferðavers handa IHJ á organistanámskeið

Fyrsta ljóðlína:Maðurinn er frjáls og frí
Heimild:Handrit IHJ.
Viðm.ártal:≈ 1982–0
Flokkur:Gamankvæði
Maðurinn er frjáls og frí
fer nú hlaðinn dyggðum
til að syngja sálmi í
Sunnlendingabyggðum.

Enginn efast þarf um það
þar eru góðar vökur.
Skyldi hann yrkja á Skálholtsstað
skemmtilegar stökur?

Veit hann þráir svona sveim
síst því heldur kjafti
þegar hann kemur hingað heim
helgum þrunginn krafti.

Að lokum eins ég óska verð
að hinn helgi kraftur
gefi honum góða ferð
og góða komu aftur.Athugagreinar

Vísurnar skráðar m/hendi höf., Jóa í Stapa