Jólanótt (1940) | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Jólanótt (1940)

Fyrsta ljóðlína:Kerti loga
Heimild:Jólaljóð.
bls.65
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1940
1.
Kerti loga, gul og græn og blá
- gleðin kemur eins og skip að landi
fullt af því sem allir elska og þrá
- enginn maður vill að skipið strandi.
Laufabrauðið, lítil jólastjarna
lýsir hugskot gamalmenna og barna.

2.
Jesús Kristur kemur hér í nótt
kannski á ösnu, máski á brúnum hesti
Trúuð hjón, sem tala aldrei ljótt
taka á móti hinum þreytta gesti.
Herrann brosir, horfir milt á frúna:
Hann má ekki vera að slóra núna.

3.
Úti í heimi er allt í grænum sjó
- andskotinn þar heilum löndum ræður
Ljóssins fursti finnur aldrei ró
fyrr en allir verða góðir bræður.
Júðans ríki jóla sinna bíður
Jesús Kristur út í myrkrið ríður.