Lítið ljóð um Reykjavíkurdjásn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Lítið ljóð um Reykjavíkurdjásn

Fyrsta ljóðlína:Brúnin fjallsins, klettakögur
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:2000
1.
Brúnin fjallsins, klettakögur
kringir tign sem engan svíkur.
Esjan er að formi fögur
fjall í nálægð Reykjavíkur.
2.
Gróttu sveipar særinn víður
sú er hert af kaldri gjólu.
Haföldunni birginn býður
brimi þvegin, vermd af sólu.
3.
Tjörnin hefur tign að bera
töfrablæju um hana lýkur.
Borgarstolt mun stöðugt vera
stærsti spegill Reykjavíkur.



Athugagreinar

Ort fyrir hagyrðingamót í Landnámi Ingólfs 2000