Um Snældu - eftirlætishryssu höfundar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Um Snældu - eftirlætishryssu höfundar

Fyrsta ljóðlína:Sú var tíð við Fnjóská fyrr
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Hestavísur
1.
Sú var tíð við Fnjóská fyrr
fórstu á sprett um nætur.
Neisti fékk ei kúra kyrr
kveiktu hann harðir fætur.
2.
Út af dautt er eldhart grjót
óttaðist fótatakið
tók samt undur mjúkt á mót
mínum rassi bakið.
3.
Nú hefur ellin lagst á lung
limi dróma vafið.
Þó er lundin eilíf-ung
ör og djúp sem hafið.
4.
Sú var tíð að sól og jörð
sá ég tæpast gáður.
Fjörið þitt og framtök hörð
fengu mér þess áður.
5.
Enn þú vekur aldinn sið
öðrum skepnum betur.
Hnakkurinn er mér heimilið
hryggurinn óðalssetur.