Ég syng þér ljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ég syng þér ljóð

Fyrsta ljóðlína:Ég syng þér ljóð
Viðm.ártal:≈ 0
Ég syng þér ljóð
því sál mín kallar á þig.
Ég syng þér ljóð
um vorsins fossanið.
Ég syng þér ljóð.
Mig langar svo að tjá mig
með ljóði - því sem getur
veitt mér frið.

Ég syng þér ljóð
um litlu fögru blómin
sem löngu eru dáin
undir snæ.
Ég syng þér ljóð
um lækjar - hlýja - róminn
og logn og kyrrð
við gamlan sveitabæ.

Ég syng þér ljóð
um langar vetrarnætur.
Það ljóð ég veit
að aldrei fæðast má.
ég syng þér ljóð
um lítið barn sem grætur -
það ljóð sem gerir
hjartað fullt af þrá.