Formannavísur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Formannavísur

Fyrsta ljóðlína:Þessir leiða línum á
bls.67
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Þessir leiða línum á
lenda heiði Gýmis á
vogs þó freyði valvan blá
vörum breiðu Gjögurs hjá:
2.
Gýmis órum alvanur
ægis ljóra síðhöttur
þangs á flórinn framdrífur
fokkujórinn Brynjólfur.
3.
Værð þótt brjáli veðra són(n)
vaskur Páli borinn Jón
Gauts af nála Gefíón
geddu skála teymir ljón.
4.
Magnús leiðir mars á rið
mjaldurs heiða bjarndýrið
törgu meiða traust þarf lið
tilþrifsgreiða hraustmennið.
5.
Dansa lætur, lýðir tjá
lýra strætis blakkinn há
Ránardætra öxlum á
Einar gætinn Kleifum frá.
6.
Hlés þó sprundin hefji dans
hvítum undir voða fans
götu skundar geddu ranns
gyllir sunda Jónatans.
7.
Einar slunginn aflamann
ei sporþungan, skriðdrjúgan
sels á bungu setja kann
sækonunga léttfetann.
8.
Stór við undur storma hríns
stýrir hundi mastra líns
út um grundu uggasvíns
Einar kundur nafna síns.
9.
Gaufar tvistur sels um svið
sjaldan fyrstur út á mið
hrottabyrstur hlyni við
heitir Kristján, manntetrið.
10.
Nú hef talda þessa þá
þverra skvaldir kvæða má
sem að kaldan ægi á
öskum halda Gjögri frá.
11.
Er það heitust óskin mín
að þeim veiti hjástoð sín
sá, sem breytir vatni í vín
og velur sveitum höppin fín.
12.
Hætti eg þessum heimsku nið
hróðrar messu þrýtur klið
óska eg hressi óð minn við
eitthvert blessað leirskáldið.