Erfiljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Erfiljóð

Fyrsta ljóðlína:Innir minning: Aldrei gleym
bls.1934 2. des. 49. tbl
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Eftirmæli
Innir minning: Aldrei gleym
eigin vin — fyrir handan sjáinn. —
Vorið dregur hugann heim.
— Heyri ég að þú sért dáinn.
prúðmennið sem vinsæll varst
vinarlát af hafi barst.

Hlýrri var þín ættlands ást
en ýmsra þeirra’ er hærra láta;
vilji þinn í verki sást
vaska soninn mættu gráta
allir þeir, sem unna tryggð
ást og trú á fósturbyggð.

Úr fiarlægð tók þig tryggðin heim
til að starfa þar og deyja
og við storma’ um unnargeim
ertu búinn stríð að heyja.
Vestur-ægir, vökugjarn
vaggar þér nú, hafsins barn.

Vinur kær, með létta lund
lifðu sæll — í minning hlýrri.
Eftir stutta ævistund
aftur brosir heimur nýrri.
— Rætist saga Íslands enn:
Ungir deyja bestu menn.


Athugagreinar

Ort eftir Hrólf Jakobsson f. 1878 en drukknaði 21. des. 1910. Hrólfur var sonarsonur hjónanna Náttfríðar Markúsdóttur og Bjarna Sigurðssonar frá Katadal Ólafssonar
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=239831&lang=4