Í veikindum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Í veikindum

Fyrsta ljóðlína:Þótt vorgyðjan vængjunum blaki
Heimild:Glæður.
bls.35
Viðm.ártal:≈ 1975
Þótt vorgyðjan vængjunum blaki
á vetrarins feigðarlín
og lundglaðar lóur kvaki
og laufskrýði hreiðrin sín
og andvarinn endurtaki
að alveldissunna skín
með dauðann í brjósti og baki
ég berst við örlög mín.