Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Heimferðarvísur 1766

Fyrsta ljóðlína:Allar skepnur yndishót
Viðm.ártal:≈ 1775
1.
Allar skepnur yndishót
inna að mínu geði
höfrungarnir hlaupa á mót
hefja dans og gleði.
2.
Landsins fugl um fiskatún
finnur hrelling öngva
heldur mót oss hafs á brún
hefja kvak og söngva.
3.
Skipurum nóttin birtu bjó
brá ei vanda sínum
Hekla lýsti langt um sjó
laukafáki mínum.
4.
Hátt á lofti hvergi kyrr
hygg ég ljósin brynni.
Svoddan kveðju ég fékk ei fyrr
á fósturjörðu minni.