Hugleiðingar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hugleiðingar

Fyrsta ljóðlína:Hels á slóðir hrapaði
Heimild:Andstæður.
bls.60-61
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Hels á slóðir hrapaði
harmar þjóðin skaðann,
Árni góði gersemi
gullvel ljóðin kvað hann.
2.
Þó hann gengi í þrælaspor,
þrátt hjá mengi hló ´ann,
róms í strengi von og vor
vel og lengi dró ´ann.
3.
Þegar bylur bæinn sló,
burtu yl að strjúka,
munaþilið reifði ró
raddarspilið mjúka.
4.
Öls í krá ef komast vann
kættist dável sálin.
Man ég þá er þrumdi hann
Þorsteins Hávamálin.
5.
Þó við byndi Bakkus ást
– bæri lyndisgalla,
heilsteypt mynd af manni sást
milli syndafalla.


Athugagreinar

Hugleiðingar um Árna Frímann Árnason, sem auknefndur var gersemi, nafnkunnan kvæðamann í Húnaþingi.