Höfundur Vatnsdælu | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Höfundur Vatnsdælu

Fyrsta ljóðlína:andvaka siglir tunglið
bls.8-9
Viðm.ártal:≈ 1225
andvaka siglir tunglið
fullum seglum
um útheim

höfundur vatnsdælu
sofnaður fram á borð sitt
útskorið heillatáknum
undir krossinum

sólin er að koma upp
í draumi hans
og tveir hestar
koma í ljós við sjónarrönd

annar í austri
hinn í vestri
koma funheitir nær
annar spakur hinn ofsafenginn
um iðjagræna velli
stefna báðir að miðju
hofi í vatnsdal

loks mætast þeir
annar spakur hinn ofsafenginn
mætast og renna
skyndilega saman í eitt

af baki hestsins eina
stígur ingimundur
í flæðandi birtu morgunsólar

höfundur vatnsdælu hrekkur upp
sér tunglið flæða inn á borð sitt
útskorið heillatáknum
undir krossinum