Land og leiðir á sextugsaldri | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Land og leiðir á sextugsaldri

Fyrsta ljóðlína:Uppdráttur landsins er mér kær
bls.5
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1950
Flokkur:Ferðavísur
1.
Uppdráttur landsins er mér kær.
Oftlega fyrr á tíðum
þótti mér hvíldin væn og vær
vera í bröttum hlíðum.
Frítt var að horfa heim í sveit
hlýlegan margan bæ eg leit
þreyttur af vegum víðum.
2.
Þar voru mér þó kynnin kærst
kollar jökla sem blika
dagurinn bestur, værðin værst
var þar við fæst að hika.
Létt var mér skref á leið til fáks
löngum skemmtun að eðli stráks
hitnaði hrekkjakvika.
3.
Svellur að liðum, lýist hönd
leikurinn stirðna tekur
augun að skyggni orðin vönd
undan að hrörnun rekur.
Enn er þó sælt að sjá þá leið
sem var til forna gleðiskeið -
ævintýr endurvekur.