Minningarljóð eftir Z. Z. | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Minningarljóð eftir Z. Z.

Fyrsta ljóðlína:Þig hefur alltaf auðnan stutt
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Zóphónías Zóphóníasson 1906-1987 bílstjóri á Blönduósi lærði á bíl hjá Páli Bjarnasyni á Blönduósi og fór fljótlega að aka á hans vegum en síðar hóf Zophonías sjálfstæðan rekstur.
Kolbrún Zophoníasdóttir f. 1941 telur að Ólafur muni hafi flutt vini sínum ljóðið í fimmtugsafmæli hans, sem Zophonías hélt upp á og var fjölsótt af Vatnsdælingum.
Þig hefur alltaf auðnan stutt
ökukempan slynga.
Þú hefur margan farminn flutt
fyrir Vatnsdælinga.

Þó að fannir féllu á grund
í ferðum vetrar ströngum
fannstu einhver opin sund
— utan vegar löngum.

Þökk og heiður, þeim sem ber
því frá okkar kynning
hvarflar hljótt um huga mér
hlý og litrík minning.