Ísland | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ísland

Fyrsta ljóðlína:Þú átt ekki suðrænna ilmskóga glit
bls.11
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1940
1.
Þú átt ekki suðrænna ilmskóga glit
mitt ættland við norðursins haf
og pálmalund engan með óasadýrð
af auðleg þér náttúran gaf
en lynggróna brekku og ljósgræna hlíð
með litblóma fegursta traf.
2.
Þú átt ekki háreistar hallir né skraut
sem hreif sérhvert auga er leit
en vingjarnleg smáþorp við bylgjunnar brjóst
og býlin um kyrrláta sveit.
Um öræfamorgna og útnesjakvöld
hvert íslenska barnið þitt veit.
3.
Þú átt ekki sagnir um óvígan her
sem undir sig bræðralönd tróð
en styrjöld þú háðir við íshafsins ógn
og eldfjallsins steinrunnu glóð.
Sú barátta reyndist oft blóðug og hörð
er barðist hin fámenna þjóð.
6.
Ég elska þig, landið mitt, ísfjötrum háð.
Ég elska þig vorskrúði prýtt
jafnt hjarnið þitt kalda og silfurblá svell
sem saklausa blómið þitt frítt.
Þitt mál er í vetrarins veðragný hart
í vorblænum ástljúft og þýtt.
7.
Á meðan að vakna af vetrarins draum
á vordegi grösin í mó
og meðan að ennþá við úthafsins strönd
sér öldurnar vagga í ró
þér friður og hamingja falli í skaut
og frelsi um byggðir og sjó.