Um Blesa | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra
Þegar glettin bölsins brek
byrgja þétt að vonum,
fótaléttan fák ég tek,
fæ mér sprett á honum.
 
Snjall mér bætir, Blesi, þor,
blakks ei fætur rasa.
Bjartar nætur, von og vor
við hann lætur blasa.
 
Hvert skal hret í blíðu breytt,
bægja metum kífsins,
fyrst hann getur frá mér eytt
frostavetri lífsins.