Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Böðvar Guðjónsson frá Hnífsdal. 1906–1961

EITT LJÓÐ
Fæddur í Hnífsdal sonur Guðjóns Jenssonar sjómanns og Ögmundínu Sigríðar Kristjánsdóttur. Ólst upp í Bolungarvík og Hnífsdal. Tók kennarapróf 1928 en nam einnig í Kaupmannahöfn og Bretlandi. Kennari lengst af í Barnaskólanum í Þingborg, Árn. og í Barnaskóla Kópavogs frá 1950. Ritaði undir nafninu Böðvar frá Hnífsdal. Orti ljóðabækur, auk þess sem hann ritaði unglingabækur og samdi leikrit, þar á meðal leikrit um Miklabæjar-Solveigu sem birtist í Eimreiðinni 1937. Böðvar starfaði einnig við þýðingar. Heimild: Kennaratal I, bls. 96.

Böðvar Guðjónsson frá Hnífsdal. höfundur

Ljóð
Þorskurinn ≈ 1925