Þorskurinn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þorskurinn

Fyrsta ljóðlína:Heldurðu heimskan þorskinn
bls.1934 25. nóv. 48. tbl, bls. 379
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Heldurðu heimskan þorskinn
sem hrygnir við Íslands strönd?
Ef svo er, sannlega skaltu
sjá þig bráðum um hönd.
2.
Því það er nú svo með þorskinn
að þetta er viturt dýr
og ef þú athugar málið
þér opnast sannleikur nýr.
3.
Þú veist. að þorskurinn drepur
það sem hann ræður við
ryðst um sjóinn og rásar
rennir sér beint og á snið.
4.
Þorskurinn lifir á þorski
það er að segja, að hann
gleypir það sem hann getur
og glefsar í náungann.
5.
Að hafa háttalag þorsksins
og hegðun að fyrirmynd
og halda svo fiskinn heimskan
er hróplegt ranglæti — og synd.