Ingimar Bogason | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ingimar Bogason 1911–1996

ÞRJÚ LJÓÐ — FJÓRAR LAUSAVÍSUR
Ingimar Bogason hét fullu nafni Þorleifur Ingimar Bogason. Hann var fæddur að Syðra-Skörðugili á Langholti í Skagafirði 18. maí 1911 og uppalinn þar. Foreldrar hans voru Bogi Gíslason bóndi þar og kona hans, Þorbjörg Ólafsdóttir. Hann missti móður sína 1927. Ingimar fluttist 1936 í Reykjarhól og var þar eitt ár en fór þá í vinnumennsku að Víðimýri og dvaldi þarí 3 ár. Bogi faðir Ingimars flutti í Sólheima í Sæmundarhlíð 1936 og bjó þar í tvö ár en flutti þá í Reykjahól vorið 1938 og var þar í eitt ár en vorið 1939 flutti hann í Halldórsstaði og var þar til dánardægurs 1942. Ingimar flutti í Halldórsstaði 1940 og til Sauðárkróks 1945 ásamt konu sinni, Engilráð Sigurðardóttur frá Hvammi í Svartárdal. Hann dó 19. maí 1996.

Ingimar Bogason höfundur

Ljóð
Kvennaáratugur - 1985 ≈ 0
Skagafjörður ≈ 0
Styrjöld 1939-1945 ≈ 0
Lausavísur
Aldrei mun ég aftur hest
Lítil stund mig getur glatt
Vertu góður mest við mömmu
Þó að æði ógn og hríðir