Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Dauft er yfir okkar för

Höfundur:Hjalti Haraldsson


Tildrög

Í eftirleit laust eftir 1960 riðu gangnamenn að venju góðglaðir og skáldlegir niður dalinn með viðkomu á bæjum. Fer svo að brjóstbirtu þrýtur og enn löng bæjarleið niður í Bakka þar sem Þór bóndi var alltaf vel byrgur af  „ volka “
Þá varð fyrri vísan til, en Björn stígur þá af baki, dregur upp votkaflösku og skenkir á báða bóga.
Léttis heldur brún gangnamanna og  yrkir Hjalti síðari vísuna.....
 
Dauft er yfir okkar för,
ekkert til að smakka,
þar til okkar vætir vör
volki Þórs á Bakka.

Okkar batna ævikjör.
Yfir rennur blíðutíð
þegar okkar vætir vör
votki Björns í Laugarhlíð.