Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Fjallabrúnin firnaskörp

Höfundur:Hjalti Haraldsson


Tildrög

Gangnavísur.....
Fyrsta vísan:  Gunnar Jónsson bað um vísu um sig og reiðskjótann sinn, sem var honum mjög hugleikinn.  Jörp var í eigu Sigtryggs í Brekkukoti, en Gunnar fékk hana oft lánaða í göngur.
Þessar vísur gefa hver um sig skýra gangnastemningu, blöndu af glettni og rómantík. 
Fjallabrúnin firnaskörp
faðminn breiðir sunnar.
Þangað fimum fæti Jörp
flytur létt hann Gunnar.

Haustið engu gefur grið,
gránar um holt og mela.
Eina lífið er að við
eigum tár á pela.

Þessi bjarta lífsins lind,
lekinn frá herrans dómi,
veitir yndi undir þind
eins og þeyttur rjómi.

Þagnar fugl á kvisti hver.
Kólga ýfir sviðið.
Þetta sæla sumar er
senn á enda liðið.