Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Augnaeldar

Fyrsta ljóðlína:Sá eg elda augna þinna
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Ástarljóð
Sá eg elda augna þinna,
er ég minnist fornra kynna.
Unaðsstundir á sig minna
allarsaman bundnar þér.
Er að liðnu augnabliki.
ástarkoss og smáu hiki,
vildir þú að leiknum lyki,
létt sem blærinn hvarfst þú mér.

Eftir sat ég einn og særður,
aldrei var mér slíkur færður
bikar er ég bergði hrærður,
beiskari aldrei fyrir hitt.
Aldrei hafa eldar stærri,
áður brunnið mér svo nærri,
aldrei hafa augu skærri
alveg bálað hjarta mitt.

Þótt ég fari víða vega,
varir þessi yndislega
minning er ég æ mun trega
og alltaf verður bundin þér.
Ó ég mætti aftur finna
unað hinna stuttu kynna.
Finna elda augna þinna
aftur brenna í hjarta mér.