Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kveðja frá Slaufu til " ljósmóður "

Fyrsta ljóðlína:Hjálmari skulda ég heila þökk
Viðm.ártal:≈ 1975

Skýringar

Haraldur yrkir í orðastað Slaufu, gamallar kindar sem Bommi í Baldurshaga ( Hjálmar Júlíusson ) aðstoðaði við burð.
Þannig var kveðjan frá gömlu til „ ljósmóðurinnar “ .
Hjálmari skulda ég heila þökk,
hundraðfalda eða jafnvel meira.
Mæli ég nú í máli klökk
megi það lýðir allir heyra:
Sjúka og þjáða mig sótti heim
sárar fæðingarþrautir að lina.
Handlaginn mínum hrútum tveim
hjálpaðir inn í veröldina.

Lengi blessist þín líknarstörf,
lagni hjálpfúsi, góði drengur.
Fleirum en mér á þér er þörf.
Þannig um sauðburðinn til það gengur.
Ríkur að sóma, fremd og frægð
farðu blessaður alla daga.
Langa ævi við lukkugnægð
lifðu í þínum Baldurshaga.