Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kveðja til Sveins Björnssonar

Fyrsta ljóðlína:Minnisstæður er
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:1990

Skýringar

Kveðja til Sveins Björnssonar listmálarar í tilefni sýningar hans í Hafnarborg.
Minnisstæður er
mörgum fremur
Sveinn einn Björnsson
sæmdum prýddur.
Listmálari
og leikinn Holmes.
Höldur merkur
í Hafnarfirði.

Vinnusamur
og verkin tala.
Heilmargt þeirra
hangir á veggjum.
Ævintýri geðþekk
okkur heilsa
og furðumyndir
fara á kostum.

Háar öldur
á Halamiðum.
Vaskleg tök
vinnandi handa
sjá má þar
og siglingu glæsta.
Huldukonur ljúfar
hér má greina.

Ægir konungur
eigi gleymist.
Fúgur tvær
fjölbreytni sýna.
Við ljóð Mattíasar
litirnir hjala.
Sjálfsmynd í nánd
sjónir gleður.

Hækkar aldur
hér sem víðar.
Sextíu og fimm árin
segginn prýða.
Hár og skegg
hærur skreyta.
Virðurlegur er
vangasvipur.

Færi ég þér
frækni Sveinn
Árnaðarkveðjur
vegna aldurs og starfa.
Kynnin þakka
og karlmennskulund.
Fagurlituð öll
þín framtíð verði.