Skrifað í vísnabók | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Skrifað í vísnabók

Fyrsta ljóðlína:Mundu bersku bjartasta
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1952
Flokkur:Heilræði
Mundu bernsku bjartasta
bros og móðurhendi,
þegar blíðast barnshjarta
bæn til hæða sendi.

Þyngstu lífsins þrautirnar
þig ei nái særa.
Margar bjartar minningar
mun ég geyma kæra.

Þó að ginni glys og tál
gefðu ei lausan tauminn.
Geymdu þína góðu sál
gegn um aldastrauminn.