Við ísfregn | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Við ísfregn

Fyrsta ljóðlína:Ertu kominn inn að landi
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1952
Flokkur:Særingar
Ertu kominn inn að landi
ekki vill það gleðja mig.
Burtu, „ Landsins forni fjandi, “
fæstir munu gráta þig.

Síðar um vorið...
Sólin hlær í suðurheiði
sætt er vaknað lækjarhjal.
Þröstur kvakar kátt á meiði,
komið er nú vor í dal.