Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Jólin 2008

Fyrsta ljóðlína:Frumglæðir ljóssins nú fundinn er
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2008
Flokkur:Jólaljóð
Frumglæðir ljóssins nú fundinn er,
ég fagna því glaður.
Af himnum ofan hann boðskap ber
til bjargar og hér er hans staður.

Nú fagnar gjörvöll Adamsætt
af öllum mætti
og nú er engu hjarta hætt
það heiminn kætti.

Hvert fátækt hreysi höll nú er
um heimsins álfur.
Því fegurst rósin fundin er
og þú fannst hana sjálfur.

Það opnast öllum himins hlið
við hópumst þar að.
Nú langt í burtu er sortans svið.
Sjáum það!