Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Jólin 2007

Fyrsta ljóðlína:Snjórinn fellur hægt um vík og voga
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2007
Flokkur:Jólaljóð

Skýringar

Jólakveðjur 2007
Snjórinn fellur hægt um vík og voga
vefur nóttin arma sína um bæinn,
í stöku glugga kertaljósin loga
ljómi tunglsins markar braut á sæinn.

Í stilltu forsti marrar mjöllin undir
mannsins fæti er fyrstur skapar sporin,
senn eru jól og ýmsar unaðsstundir
enn er í heiminn lítill drengur borinn.

Hættum að deila, sýnum vinarvott
vitkumst nú öll, við höfum það svo gott.