Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kveðið til Kiwanismanna

Fyrsta ljóðlína:Margt er sumum til lista lagt
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1981 - ´82
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Flutt á samkomu hjá Kiwanismönnum á Dalvík 1981-´82 í orðastað Guðlaugar Björnsdóttur og Þórunnar Þórðardóttur.
1.
Margt er sumum til lista lagt,
þær Laula og Tóta - þær Laula og Tóta,
geta núna það sama sagt,
já Laula og Tóta - já Laula og Tóta.
Nú lögðu þær fyrir sig ljóðagerð.
Með lítinn brag eru hér á ferð,
þær Laula og Tóta - þær Laula og Tóta.
Tra, la, la, la, la!
2.
Fleira unnu til frægðar sér
Laula og Tóta -Laula og Tóta,
sem frá er óhætt að inna hér.
Laula og Tóta - Laul og Tóta
hafa verið og eru enn
orðaðar talsvert við Kiwanismenn.
Laula og Tóta - Laula og Tóta.
Tra, la, la, la, la!
3.
Handa Kiwanismönnum mat
á málafundum - á málafundum,
ætíð framreiddu - og ekkert hrat,
með undrun stundum - með undrun stundum
hve miklu þeir tróðu í magasekk.
Það margoft framaf þeim alveg gekk,
á flestum fundum - á flestum fundum.
Tra, la, la, la, la!
4.
Þó menn héldu vel í mat og drykk
þeir mætu svannar - þeir mætu svannar.
Þá sýndu báðar þann búkonuhnykk
sem best fær sannað - sem best fær sannað:
Ef allt er notað og engu fleygt
og upphitað bæði soðið og steikt.
Og bruðlið bannað - og bruðlið bannað.
Tra, la, la, la, la!
5.
Er starfsársins liðin öll var önn
og upp var staðið - og upp var staðið
- og alveg er þetta saga sönn -
þá sýndi blaðið - þá sýndi blaðið:
að eftir í sjóðnum var summa há,
svo sýnt var, að aldrei lagt var á
tæpasta vaðið - tæpasta vaðið.
Tra, la, la, la, la!
6.
Þeim hagsýnum þá í huga datt
það heillaráðið - það heillaráðið -
varð þeim báðum í geði glatt
við góða ráðið - við góða ráðið,
og keyptu áhöld í eldhúsið,
sem á falla hvorki blettir né ryð.
Það vel var ráðið - það vel var ráðið.
Tra, la, la, la, la!
7.
Megi þið kæru Kiwanismenn
kosti njóta - kosti njóta.
Leggja fram vilja lið sitt enn,
þær Laula og Tóta - þær Laula og Tóta.
Féð þær nýttu að fremstu nöf,
og fram er reidd þessi vinargjöf
til blíðubóta - til blíðubóta.
Tra, la, la, la, la!