Átta línur (þríliður) fer- og þríkvætt oAoAoBoB | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Átta línur (þríliður) fer- og þríkvætt oAoAoBoB

Kennistrengur: 8l:o-xx:4,3,4,3,4,3,4,3:oAoAoBoB
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn var vinsæll nokkuð, ekki síst hjá Þorsteini Erlingssyni sem orti nítján ljóða sinna undir honum. Hátturinn er alveg reglulegur; ber forliði í hverri linu og þríliðir einráðir.

Dæmi

Hann hóf upp saxið, en hæfði ei neinn
af hopandi Þorbjarnar sveinum.
Í orustum hafði hann aldrei misst
svo ákosinn höggstað á neinum –
Hann hóf upp saxið með hinsta þrótt
og hné upp að rúmstuðli næsta
í örends manns stelling og starði út í horn
með stálhönd að skeftinu læsta.
Stephan G. Stephansson: Glámsaugun, 1. erindi

Ljóð undir hættinum