Málaháttur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Málaháttur

Lýsing: Áhöld eru um það hvort málaháttur skuli teljast sjálfstæður bragarháttur eða afbrigði fornyrðislags. Sjá t.d. Kristján Árnason 1991 (2. pr. 2000). The Rhytms of Dróttkvætt an other old Icelandic Meters. Málvísindastofnun HÍ. Reykajvík.
Hátturinn er hér settur fram sem bragliðabundinn háttur þar sem algengt línumynstur er fimm atkvæða línur sem enda á fallandi tvílið. Þó koma fjórkvæðar og sexkvæðar línur fyrir, jafnvel með enn fleiri atkvæðum (eða öllu heldur bragstöðum) auk þess sem ekki er einhlítt að lína endi á tvílið. Bragmyndin sýnir því aðeins algengt mynstur sem iðulega er vikið frá.
Frumlínur með aðeins einum stuðli eru sjaldgæfari en í fornyrðislagi en koma eigi að síður stöku sinni fyrir.

Dæmi

Frétt hefir öld óvu,
þá er endr of gerðu
seggir samkundu,
sú var nýt fæstum,
æxtu einmæli,
yggr var þeim síðan
ok it sama sonum Gjúka,
er váru sannráðnir.
Atlamál, 1. vísa

Ljóð undir hættinum