Úrkast – frumstýft – skothent (frumhent) léttilag | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Úrkast – frumstýft – skothent (frumhent) léttilag

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,2,4,2:aBaB
Innrím: 1B,3B
Bragmynd:
Lýsing: Úrkast – frumstýft - skothent (frumhent) léttilag – er eins og úrkast óbreytt (ýmist frumstýft eða ekki) að viðbættu innrími, aðalhendingum, í annarri kveðu frumlína.
Bjarni Jónsson skáldi (um 1575/80 – 1655/60) orti undir þessum hætti áttundu rímu af Flóres og Leó og Hallgrímur Pétursson (1614–1674) átjándu rímuna en hann lauk þeim rímum. Kolbeinn Jöklaraskáld (um 1600 – um 1683) orti einnig undir frumhendu úrkasti sjöundu rímu af Sveini Múkssyni. Hjá honum er hátturinn oftast óstýfður. Oftast forliður á undan annarri og fjórðu línu.

Dæmi

Mitt er gaman græskulaust
við grundir bauga,
girndir saman set í naust
þá sýnist spauga.
Vigfús Jónsson