*Ferskeytt (ferskeytla) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

*Ferskeytt (ferskeytla)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:aBaB
Bragmynd:
Lýsing: Ferskeytt eða ferskeytla er ferhendur háttur og er fjórar kveður í frumlínum en þrjár í síðlínum. Frumlínur eru stýfðar en síðlínur óstýfðar. Óbreyttur er hátturinn með víxlrími og án innríms. - Ferskeyttur háttur er jafnan talinn elstur rímnahátta og undir honum er kveðin Ólafs ríma Haraldssonar sem ort mun laust eftir miðja 14. öld. Höfundur hennar er Einar Gilsson lögmaður. Er ríman varðveitt í Flateyjarbók sem rituð er um 1390. Í aldanna rás hefur ferskeyttur háttur verið algengastur rímnahátta og lausavísna og meira hefur verið kveðið undir honum á Íslandi en nokkrum öðrum bragarhætti.

Dæmi

Sólin skín á sundin blá,
senn er mál að rísa.
Við mér blasa víð og há
veldi morgundísa.

Guðfinna Þorsteinsdóttir frá Teigi

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum