Valhent – samrímað – skjálfhent – frumvíxlað – framhent (þráhent)- | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Valhent – samrímað – skjálfhent – frumvíxlað – framhent (þráhent)-

Kennistrengur: 3l:[o]-x[x]:6,4,4:aaa
Innrím: 1A,1C,2A,3A;1B,1D,2B,3B
Bragmynd:
Lýsing: Valhent – samrímað – skjálfhent – frumvíxlað – framhent (þráhent) er eins og valhent óbreytt (þ.e. samhent) auk þess sem fyrsta kveða frumlínu gerir aðalhendingar við þriðju kveðu langsetis og við fyrstu kveður síðlína (annarrar og þriðju braglína) þversetis. Þá gerir önnur kveða frumlínu aðalhendingu við fjórðu kveðu langsetis og við aðra kveðu síðlína (annarrar og þriðju braglína) þversetis.
Undir þessum hætti orti Guðmundur Bergþórsson (um 1657–1705) seinustu vísu tólftu rímu af Olgeiri danska en annars er háttur þeirrar rímu valhenda – samhend – frumhend.

Dæmi

Minnis horna þynnist, þornar Þundar hver,
tvinna norna völ svo ver,
vinnur forna mærð af mér.
Olgeirs rímur danska XII:93