Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Samhent – framhent (mishent)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:aaaa
Innrím: 1A,1B;2A,2B;3A,3B;4A,4B
Bragmynd:
Lýsing: Samhent – framhent (mishent) er eins og samhent óbreytt en auk þess gera fyrsta og önnur kveða hverrar línu aðalhendingar langsetis.
Þessi háttur kemur þegar fyrir í elstu rímum. Undir honum eru tvær vísur af þrem í sjöttu rímu Sörlarímna en þær rímur eru taldar frá 14. öld. Hallur Magnússon (d. 1601) orti tuttugustu og þriðju rímu af Vilmundi viðutan undir þessum hætti.

Dæmi

Margt er bjartri menjarein
mennta lént með sæmdar grein,
kænni, vænni kvinnan hrein
klæðist, fæðist ekki nein.
Hallur Magnússon: Rímur af Vilmundi viðutan XXIII:12

Ljóð undir hættinum


Ljóð eftir þessari heimild

≈ 1575  Ólafur Guðmundsson í Sauðanesi (þýðandi)

Lausavísur undir hættinum


Ljóð eftir þessari heimild