Gagaraljóð – gagaravilla – alfrumlyklað – frumlykla- og hendingasneidd – bandstöguð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gagaraljóð – gagaravilla – alfrumlyklað – frumlykla- og hendingasneidd – bandstöguð

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:abab
Innrím: 1A,1D,2A,2D,3A,3D,4A,4D;1A,2D,3A,4D;1D,2A,3D,4A
Bragmynd:
Lýsing: Gagaraljóð – gagaravilla – alfrumlykluð – frumlykla- og hendingasneidd – bandstöguð er eins og gagaraljóð óbreytt nema hvað í þessum hætti mynda fyrstu og síðustu kveður allra lína sniðhendingar langsetis.
Þversetis gera frumlínur aðalhendingar sín á milli í fyrstu og síðasta kveðu og síðlínur sömuleiðis en sniðhendingar við sömu kveður annarra lína.
Þá gera síðustu kveður frumlína og fyrstu kveður síðlína aðalhendingar, sem og fyrstu kveður frumlína og síðustu kveður síðlína.
Undir þessum hætti orti Guðmundur Andrésson (1614-1654) 78. vísu í fimmtu rímu Persíusrímna.

Dæmi

Flúrað kvæði þanninn þver,
þveran girðir raddar múr,
múrað aftur Kjalars ker
kerann teppir hana úr.
Guðmundur Andrésson: Persíus rímur V:78

Ljóð undir hættinum