Ferskeytt – skáhent eða skáhenda (fráhent) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ferskeytt – skáhent eða skáhenda (fráhent)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:OAOA
Innrím: 1B,1D;3B,3D
Bragmynd:
Lýsing: Ferskeytt – skáhent er eins og ferskeytt óbreytt að öðru leyti en því að það hefur ekki endarím í frumlínum. Aftur á móti er aðalhendingarím í þeim langsetis þannig að önnur kveða rímar við fjórðu (endarímsliðinn).
Hátturinn er mjög gamall eins og best sést á því að fimmta ríma Sörlarímna er kveðin undir honum en þær rímur hafa verið taldar ortar á seinni hluta 14. aldar. Hátturinn varð þegar algengur rímnaháttur á elsta skeiði rímna. Nafnið á bragarhættinum, skáhent, kemur fyrst fyrir í Háttalykli Halls Magnússonar (d. 1601).
Sveinbjörn Beinsson kallar háttinn Fráhent í Háttatali sínu og fylgir það dæmi síra Helga Sigurðssonar en notar orðið skáhent um sama hátt þar sem sniðrím bindur frumlínurnar saman þversetis. Hins vegar er svo rík hefð meðal rímnaskálda öldum saman fyrir heitinu skáhent um háttinn, eins og hann birtist hér, að óvarlegt þykir að ganga gegn því.
Hátturinn sem Sveinbjörn kallar skáhent er hér nefndur skáhent – frumhent.

Dæmi

Leit hann brátt hvar lýsti hátt
linna bólið rauða;
ofnis má þar unga sjá,
öllum veitti hann dauða.
Konráðsrímur IV:20

Lausavísur undir hættinum