Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ferskeytt – oddhent (frumstiklað) oddhending, stikla eða fegursta ljóð

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:aBaB
Innrím: 1B,1D,3B,3D
Bragmynd:
Lýsing: Ferskeytt – oddhent (frumstiklað) – oddhending, stikla eða fegursta ljóð er eins og ferskeytt óbreytt auk þess sem önnur kveða frumlína myndar aðalhendingu við seinustu kveðu (endarímsliðinn) langsetis og mynda þær jafnframt aðalhendingar sín á milli þversetis.
Fjórða ríma Filippórímna er kveðin undir þessum hætti en þær rímur eru líklega frá 15. öld.
Sveinbjörn Beinteinsson kallar háttinn Ferskeytt – frumstiklað (stikla) og sýnir hann í 24. vísu Háttatals síns.

Dæmi

Hef eg þar óð að ferðin fróð
fór í Hamdis serki,
essið stóð með örvarjóð
allt hjá kóngsins merki.
Filippórímur IV:1

Ljóð undir hættinum


Vísur eftir þessari heimild

≈ 1850  Gunnar Pálsson
≈ 1950  Gunnar Pálsson
≈ 1900  Páll Ólafsson
≈ 1825  Páll J. Árdal
≈ 1950  Páll Ólafsson
≈ 1925  Kristján Ólason
≈ 1950  Höfundur ókunnur
≈ 1950  Kolbeinn Högnason
≈ 1950  Friðrik Hansen
≈ 1975  Höfundur ókunnur
≈ 1875  Páll Ólafsson
≈ 2025  Páll Ólafsson
≈ 1950  Teitur Hartmann
≈ 1950  Egill Jónasson
≈ 2025  Egill Jónasson

Lausavísur undir hættinum


Ljóð eftir þessari heimild