Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcBcB | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcBcB

Kennistrengur: 8l:-x:4,3,4,3,4,3,4,3:aBaBcBcB
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er átta línur og eru frumlínur allar ferkvæðar og stýfðar en síðlínur þríkvæðar og óstýfðar. Allar síðlínur ríma saman en af frumlínum ríma annars vegar saman fyrsta og þriðja lína og hins vegar fimmta og sjöunda. Undir þessum hætti er helgikvæðið Heiðra vilda eg helgan Krist, líklega frá því um siðaskipti.

Dæmi

Heiðra vilda eg helgan Krist
hátt í nýjum óði
svo eg fái þá ljóða list
að líki helgu fljóði.
Höldar bið eg að hlýði til,
hér þó skyldan bjóði,
hversu að mætri menja bil
Máría bjargaði í hljóði.
Höfundur ókunnur

Ljóð undir hættinum