Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Hans verk mun lengi lifa hér


Tildrög

Ort í minningu Sæmundar Eyjólfssonar (1861-1896) kennara og búnaðarráðunauts frá Sveinatungu. 
Sæmundur var frumherji í baráttu geng sandfoki og skógar- og jarðvegseyðingu. Hann var einnig áhugamaður um þjóðleg fræði og orti hið þekkta kvæði Álfadans; ,,Nú er glatt í hverjum hól". 
Sæmundur lést aðeins 35 ára gamall.
Hans verk mun lengi lifa hér
í leyndum viðgang síðar.
Það gróður á og ávöxt ber
í áframhaldi tíðar.